Nýtt Fréttabréf BSRB
Út er komið nýtt fréttabréf BSRB en samtökin tóku upp þann sið fyrir allnokkru síðan að senda reglulega frá sér slík bréf. Kennir margra grasa og liggur mikil vinna að baki mörgu sem þarna birtist. Í þessu fréttabréfi er fjallað um þau mál sem efst eru á baugi, svo sem deiluna um heimahjúkrun, sameiningu nokkurra stéttarfélaga innan BSRB í nýtt félag, Kjöl; afstöðu BSRB og ASÍ í raforkumálum, rýnt er í hvað búi að baki OECD tölunum í heilbrigðismálum, sagt frá margvíslegri félagsstarfsemi, framkvæmdum í orlofsbyggðum BSRB, nýjum forvitnilegum réttindavef, þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um réttindi og skyldur launafólks, sagt er frá umdeildu frumvarpi um hlutastörf, nýföllnum dómi Hæstaréttar um biðlaun bankastarfsmanna og sagt frá svokölluðum Singaporemálum.
Sjá Fréttamiðlun BSRB