Fara í efni

ODDSSKARÐ Í VEGI FYRIR FLUTNING

Sælir.
Ég hef stundað skólagöngu núna í haust til Neskaupstaðar og lent í því að þurfa að sneiða frá grjóti sem hrunið hefur úr lofti ganganna, og þá hafa ekki verið framkvæmdir af neinu tagi, hvað sem þessum umræddu myndum líður þá er hætta inní göngunum og það á ekki að gera lítið úr henni. Ég hefði kosið að flytja til Norðfjarðar til að auðvelda skólagönguna sem ég þarf að taka með vinnu en ég fæ ekki maka minn til að flytja þangað bara út af Oddskarðinu og göngunum. Mér finnst líka að það megi koma fram að Fjarðarbyggð skilar helling af innflutningstekjum þessa lands inní þjóðarbúið, líklega á milli 25- 40 % einhverstaðar á bilinu og það megi nú aðeins halda því til haga , og náttúrulega sjúkrahúsið sem þú gerir þér væntanlega grein fyrir. Ég skil líka að vegbætur þurfa að koma til á Vestfjörðum og það styð ég sem landsbyggðarmaður , en Herjólfur má bíða. Af hverju er ekkki hægt að leita til Norðmanna eftir ferju ?
kv.
Skarpi