ÖFUGMÆLA MÁLFLUTNINGUR
Sæll Ögmundur
Það er átakanlegt hvernig fjármagnseigendur og atvinnurekendur láta í sambandi við umræður um tillögu VG um hækkun fjármálstekjuskatts og ummæli Indriða Þorlákssonar skattstjóra.
Aðal rök Illuga
Nú svo kemur Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri með þau rök að fjármagnstekjuskatturinn sé í raun allt að því 20-30% þar sem hann sé reiknaður einu sinni ári og sé greiddur til ríkisins eftir á. Verðbólguálagið sé þar að auki tapa fjármagnseigenda. En ég fæ ekki betur séð en verðbólgan vinni einnig með þeim því þeir greiða mun minna í skatt einmitt vegna verðbólgunnar, þar sem hundraðkallinn var verðmætari í fyrra en hann er núna. Í raun ættu fjármagnseigendur að greiða dráttarvexti af skattinum en ekki öfugt.
Það má til sanns vegar færa, að menn telji skólakerfið hér bágborið ef sprenglærðir menn eins og þessir tveir geta snúið plús í mínus án þess að í nokkrum heyrist. Og fréttamenn lepja vitleysuna eftir spekingunum Þeir eru greinilega svo uggandi um eiginn hag að dómgreindin hverfur.
Ég fagna frumvarpi VG um skatta á fjármagnstekjur en óska jafnframt eftir því að hætt verði að skattleggja sparnað barna og gamalmenna sem eiga ef til vill nokkra tugi þúsunda á bankabókinni sinni.
Sæll Rúnar og þakka þér fyrir bréfið. Varðandi síðasta atriðið þá verða smásparendur undanþegnir skatti, samkvæmt skattatillögum VG, því við leggjum til að skattleysismörk verði 120 þúsund krónur á ári í fjármagnsskattlagnigunni. Þetta þýðir að 90% þeirra sem nú borga fjármagnstekjuskatt yrðu undanþegnir skattinum. Hákarlarnir myndu hins vegar borga meira eða eins og launafólk gerir af launatrekjum sínum. Svo mjög mala hákarlarnir gullið að við þessa breytingu myndu tekjur ríkisins hækka um fimm miljjarða króna og það jafnvel þótt öllum smásparendum yrði hlíft!
Með kveðju,
Ögmundur