Fara í efni

OG SVARAÐU NÚ!

Ég tek eftir að í öllum þeim deilum sem einkennt hafa þinghaldið að undanförnu virðist eitt sameina stjórnarmeirihlutann og það er milljaðra lántaka ríkissjóðs vegna Vaðlaheiðaganga. Einu sinni átti þetta að vera áhættufjárfesting einakaðila nú á áhættan að vera hjá ríkissjóði. Vaðalaheiðagöng eiga að sjálfsögðu réttlætingu en ekki þá að göngin verði tekin framfyrir aðrar miklu brýnni framkvæmdir. Hefur þú snúist í málinu  Ögmundur, varla er þetta í þínu umboði? Og svaraðu nú!
Jóhannes Gr. Jónsson 

Ég hef gert grein fyrir minni afstöðu til þessa máls, m.a. hér: https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/forsendur-vadlaheidarganga 
Mér hefur ekki snúist hugur nema síður sé. Meirihluti stjórnarmeirihlutans kann að standa að þessu en ekki stjórnarmeirihlutinn allur og vísa ég þar í formann og varaformann samgöngunefndar, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Ólínu Þorvarðardóttur svo og Mörð Árnason og fleiri.
Með kveðju,
Ögmundur