ÓLÖGLEG STARFSEMI AUGLÝST
20.01.2007
Varðandi Betsson málið. Er ekki ólöglegt að auglýsa visvítandi ólöglega starfsemi? RÚV, 365, S1 &co eru allir að taka við auglýsingafé vitandi hvað þeir eru að auglýsa.
Hermann Jónsson
Sæll.
Jú, þetta er kolólöglegt eftir því sem ég fæ best skilið. Ég hef óskað eftir utandagskrárumræðu um þetta mál á Alþingi og mun ég einmitt beina sjónum að þessu atriði. Löggjafinn heimilar Háskóla Íslands svo og nokkrum þjóðþrifastofnunum eins og Landsbjörg og Rauða krossinum að reka spilavíti, sem er náttúrlega fullkomið hneyksli. Öðrum er þetta bannað. Reyndar má færa rök fyrir því að einkaleyfishafar hafi einnig lengst af verið ólöglegir því þeir störfuðu ekki samkvæmt relgugerð eins og kveðið er á um í lögum.
Kveðja,
Ögmundur