ÖR Á ÞJÓÐARSÁLINNI
01.10.2006
Blessaður.
Mér finnst sjálfsögð sú krafa að Alþingi verði kallað saman áður en fyllt verði á Hálslón. Í fyrsta lagi til að ákveða hvort þörf sé á rannsókn á öllu ferlinu og í framhaldi hvort ekki eigi að fresta fyllingu lónsins á meðan rannsóknarnefnd Alþingis kanni málið. Saga málsins mun viðhalda þeim klofningi sem verður meðal þjóðarinnar ef af verður. Þetta er óafsakanlegt. Þetta má ekki verða. Við þurfum að senda neyðarkall til allra og heimsins alls. Á morgun verður góður partur af náttúru landsins eyðilagður endanlega og stór hluti af þjóðinni með ör á sálinni.
Kveðja,
Ingvar
Sæll Ingvar og þakka þér bréfið sem ég sá ekki fyrr en þremur dögum eftir að þú sendir mér það en birti það engu að síður nú.
Með kveðju,
Ögmundur