Fara í efni

ÓSKAÐ EFTIR SVARI

Sæll Ögmundur.
Nú er komin niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðsluna og hvað svo? Hvernig sérð þú næstu skref hvað villt þú gera? Er nú að hlusta á Silfur Egils eins og þú ert væntanlega líka að gera. T víburabræðurnir í stjórnarandstöðunni vilja ríkisstjórnina frá og finnst þér málflutningur þeirra góður eins og síðast þegar þú varst yfir þíg hrifin af Sigmundi er þetta það sem þú villt að fá þessa drengi til valda og ég vil fá skýr svör vegna þess að ég hef í gegnum tíðina stutt víð bakið á þér í þeim málum sem þú hefur tekið þér fyrir hendur þó svo að ég hafi ekki verið sammála þér í þessu ICESAVE máli. Mér finnst að þú eigir að koma fram og lýsa yfir alveg skýrt og ljóst að þú viljir ekki Sigmund eða Bjarna í ríkisstjórn, það vill nú þannig til að það er litið til þín sem foringja þeirra afla sem eru á móti því sem þessi stjórn er að gera og ert talinn taka undir með Sigmundi Davíð eins og þú væntalega heyrir nú í Sjónvarpinu. Finnst þér þessi málflutningur vænlegur til þess að þú munir treystta þeim?
kveðja,
Viðar Magnússon

Þakka þér bréfið. Ég vil framhald þessarar ríkisstjórnar. Sagði mig úr henni svo að hún sprengdi sig ekki í loft upp. Er hægt að sýna  nokkurri ríkisstjórn meiri umhyggju? Ég er enn á því máli. Vil framhaldslíf ríkisstjórnarinnar en sameiginlega aðkomu allra flokka að Icesave.
Kv. Ögmundur