ÓÞARFA KURTEISI!
15.08.2015
Ég er sammála skrifum þínum um árásir Vilhjálms Bjarnasonar, alþingismanns og Þorbjörns þórðarsonar, fréttamanns á íslenska bændur. Þeir félagar reyna að gera lítið úr þeim og íslenskum landbúnaði. Þú segir skrif þeirra vera yfirlætisfull. Það er rétt en engu að síður óþarfa kurteisi um meiðandi skrif þeirra. Mér finnst þau fyrst og fremst vera fordómafull og heimskuleg. Þeir félagar vita hins vegar sem er að fordómafullar árásir geta fallið í kramið hjá fordómsafullu fólki og af því er nóg.
Jóel A.