ÓVÆGIN GAGNRÝNI VALGERÐAR!
Sæll Ögmundur.
Þar kom að því að Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, léti stjórnarndstöðuna fá það óþvegið. Á óvægin hátt og algerlega umbúðalaust lét hún höggið ríða í fréttum í kvöld: "Stjórnarandstaðan er á móti stóriðjustefnunni". Valgerður sagði ennfremur að andstaðan við fumvarp, sem hún hefur árangurslaust reynt að koma í gegnum þingið, og gengur út á að veita henni heimild til að úthluta rannsóknar- og nýtingarheimildum til orkufyrirtækja, sem vilja virkja til stóriðjunota, ef ég skil þetta rétt, sýndi svo ekki yrði um villst að stjórnarandstaðan stæði í vegi fyrir því að frekari stóriðjuáform yrðu að veruleika. þetta er hrikalegur áfelllisdómur yfir stjórnarandstöðunni - eða hvað?
Haffi
Sæll Haffi og þakka þér bréfið. Skilningiur þinn er hárréttur. Valgerður sagði það umbúðalaust að við hefðum lagst gegn stóriðjustefnunni. Það finnst mér vera okkur til hróss og hef ég grun um að það finnist þér líka - sem og þjóðinni almennt. Ég vona að sem allra flestir hafi heyrt ummæli framsóknarráðherrans í kvöldfréttum og minnist þeirra við næstu kosningar. Ef fólk vill slá á álæðið þá forðast það Framsókn í kjöklefanum.
Kveðja,
Ögmundur