PÁSKAR OG HARMAGRÁTUR ÚTGERÐAR
14.04.2025
PÁSKAHRETIÐ
Hér úti er vaskleg vetrartíð
við sneiðum hjá gáska
Sumarið kemur og sólin blíð
sennilega eftir páska.
HARMAGRÁTUR
Harmagrátur mér heyrist óma
útgerðin nú fellir tár
En auðlindina við eigum tóma
eftir ódýr fjörutíu ár.
KALLA GREYIN
Já veiðigjaldið var alltof lágt
útgerðin vel gekk
En allan tímann þeir áttu bágt
á horriminni hékk.
AUÐLINDIN OKKAR?
Áróðri moka nú miskunnarlaust
mikið gengur þar á
frekjuleg græðgi fram þar braust
fátæklingunum hjá.
Höf.
Pétur Hraunfjörð.