Fara í efni

PASSIÐ YKKUR Á FRAMSÓKN LÍKA! - HÚN ER EKKERT SKÁRRI

Það hefur komið fram í þessari kosningabaráttu sem er að ljúka að Alfreð Þorsteinssson hefur verið í samfelldum faðmlögum við  Sjálfstæðisflokkinn allt frá 1994. það hefur gert R-listanum lífið  leitt í mörgum málum meðal annars vegna þess að Ingibjörg Sólrún lúffaði alltaf fyrir hótunum Alfreðs um að fara með íhaldinu. Nú er Framsóknarflokkurinn farinn  að leita eftir stuðningi með því að segja að það sé verra að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni einn. Já, það er nefnilega það. Það þarf aðallega að hindra þann möguleika að a) Sjálfstæðisflokkurinn stjórni einn og b) að  stjórnarflokkarnir hirði ráðhúsið. Hvort tveggja er jafnbölvað. Ef Framsókn kemur einum manni að og íhaldið sjö þá eru stjórnarflokkarnir  komnir í ráðhúsið. Passið ykkur: Það er hættulegt.
Sigurður Bjarnason