Fara í efni

PÓLITÍK EÐA ÞJÓNUSTULUND Á LANDSPÍTALA?

Í dag boðaði Guðlaugur Þór þórðarson, heilbrigðisráðherra, starfsfólk Landspítalans til fundar í Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins. Landsmálafélagið Vörður stóð fyrir fundinum sem auglýstur var á vefsíðu sjúkrahússins. Skyldu aðrir stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þessa þjónustu Landspítalans, að auglýsa fundi í húsakynnum þeirra? Landspítalinn hefur annars verið liðlegur með að lána húsnæði fyrir pólitíska kynningarfundi, nokkuð sem frambjóðendur allra flokka þekkja úr kosningabaráttu. Okkur starfsfólki hefur þótt það vera hið besta mál. Einhverra hluta vegna fór þessi auglýsing heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins á vefsíðu Landspítalans hins vegar illa í mig. Getur verið að nýir stjórnendur Landspítalans viti hvað til síns friðar heyrir? Á mig virkar þetta spillingarkennt, eða kannski er þetta bara gamalt samband húsbænda og hjúa?
Ljósmóðir