RÆTT UM LÝÐSKRUM Á BYLGJUNNI
12.05.2017
Er verið að ofnota hugtakið lýðskrum? Ég er heldur á því og finnst reyndar að fjölmiðlar þyrftu að vanda sig betur í hugtakanotkun. Og þegar lýðskrum eða popúlismi, eins og það er kallað á útlensku, er annars vegar, þá eru menn komnir nálægt hugtökum á borð við lýðræði. Varla er vont að tala fyrir skoðunum sem njóta stðunings í þjóðfélaginu? Skyldi það ekki ráðsat af því hverjar þessar skoðanir eru og hvort um er að ræða hentistefnu til að villa um fyrir fólki, til þess eins að komast til valda?
Á þessum forsendum hljótum við að taka afstöðu.
Ef stjórnmálamenn eða stjórnmálaöfl beita sér fyrir málstað sem við teljum að höfði til fordóma og lágra hvata þá á að ræða þann málsað á þeim forsendum.
En fyrir alla muni, ekki tala lýðræðið niður.
Pistlahöfundur sagði nýlega að Frakkar hefðu staðist lýðræðisprófið, Bretar hefðu hins vegar fallið á slíku prófi. Þetta er óþægilega mikil einföldun þykir mér að ógleymdum hrokanum sem í henni er fólginn.
Allt þetta ræddum við Sirrý Hallgrímsdóttir við þá Heimi og Gulla í morgunspjalli Bylgunnar í dag.