Fara í efni

RANGT ER AÐ EKKI SÉ HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR SKRÁNINGU ISIS Á íSLANDI

ISNC
ISNC

Framkvæmdastjóri ISNIC sem rekið hefur Íslandslénið .is frá því það var einkavætt í aðdraganda hrunsins, segir að ekki sé hægt að koma í veg fyrir að ofbeldissamtökin ISIS skrái sig á Íslandi eins og fram hefur komið í fréttum að raun er á. http://www.visir.is/isis-med-skrad-len-a-islandi--thad-er-i-sjalfu-ser-ekki-haegt-ad-koma-i-veg-fyrir-thetta-/article/2014141019830

Þetta er rangt. Ef lagafrumvarp sem ég lagði fyrir Alþingi, á 140. þingi, hefði náð fram að ganga - en gegn því lögðust hagsmunaðilar, þar á meðal  ISNIC og drjúgur hluti þingmanna, þá hefði verið ólöglegt að hýsa ISIS hér. Í frumvarpinu er gert að skilyrði fyrir að nota Íslandslénið .is að viðkomandi hafi tengsl við Ísland.

Í 11. grein umrædds lagafrumvarps segir m.a. : „Rétthafi léns skal vera lögráða einstaklingur eða lögaðili sem hefur skráða kennitölu eða sambærilega staðfestingu frá stjórnvöldum og hafa tengsl við Ísland."

Þessa lagagrein er hægt að samþykkja með hraði ef menn á annað borð vilja ekki samþykkja frumvarpið í heild sinni.

Hér er er slóð á frumvarpið: http://www.althingi.is/altext/140/s/0290.html

 Umfjöllun m.a.: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/11/thingid_taki_vefsidumalid_til_skodunar_3/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/11/haegt_ad_banna_notkun_lensins/ 
http://www.ruv.is/frett/hefdi-verid-haegt-ad-stodva-is-siduna