Fara í efni

RÉTTAR TEKJUR?

Ég sá um daginn tekjublað Frjálsrar Verslunar og sé þig þar tróna í tæpri milljón á mánuði. Áður hafði ég séð sömu tölur í DV. Þetta er í hróplegri mótsögn við það sem þú gefur upp sem tekjur þínar á heimasíðu þinni og hjá VG. Þarft þú ekki að vera sjálfum þér samkvæmur? Ef þetta er rangt, hví leiðréttir þú þetta ekki?
Jóhannes Gr. Jónsson

Uppgefnar tekjur mínar á heimasíðunni og hjá VG eru réttar. Það er hins vegar þannig að þegar tekinn er út séreignarlífeyrissparnaður eins og ég gerði í fyrra þá reiknast það sem tekjur enda borgar maður af þessum sparnaði tekjuskatt ef hann er tekinn út. Þannig að uppgefnar mánaðatekjur mínar eru réttar en í útteknum séreignarsparnaði liggur skýringin á því að ég virðist hafa hærri tekjur en ég gef upp. En semsagt, ég gef upp réttar tekjur.
Kv.
Ögmundur