REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR BLÍVUR
30.03.2011
Í dag fór fram utandagskrárumræða á Alþingi um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki fyrsta utandagskrárumræðan um Reykjavíkurflugvöll á Alþingi - því fer fjarri. En þessi utandagskrárumræða var frábrugðin fyrri umræðum að því leyti að sífellt fleiri virðast vera að sannfærast um að hyggilegt sé að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Gömlu hrunhugmyndirnar um að malbika Skerjafjörðin og flytja flugvöllinn þangað út eða flytja hann á Hólmsheiðina eiga ekki lengur hljómgrunn. Annað hvort hljóti það að vera Reykjavík eða Keflavík.
Fyrir Reykvíkinga er það mikið hagsmunamál að halda í flugvöllinn og þá ekki síður það landsbyggðarfólk sem oft leggur leið sína til borgarinnar til að erinda í stjórnsýslunni eða í tengslum við atvinnurekstur.
Fasteignaspekúlantar eru ekki eins ágengir nú og á bólutímanum að komast í veðrmætt land og byggja. Brasktíminn er fyrir bí. Þess vegna er rórra um Reykjavíkurflugvöll. Hann á framtíðina fyrir sér. Það er mitt mat.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20110330T144657&horfa=1
http://visir.is/ogmundur-nytur-thess-ad-heyra-sudid-i-litlu-rellunum/article/2011110339887&sp=1
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/03/30/reisi_nytt_hus_vid_flugvollinn/