Fara í efni

RÍKISSTJÓRNARFLOKKURINN: SAMEINAÐUR EN ÓSAMSTIGA

Það er átakanlegt að fylgjast með Ríkisstjórnarflokknum þessa dagana. Ég sé ekki nokkurn mun lengur á Framsókn og Sjálfstæðisflokki -  nær að tala um áldeildina og einkavæðingardeildina í hinum nýja Ríkisstjórnarflokki. Jafnvel orkar sú skipting tvímælis því ekki má lengur á milli sjá hvor er áhugasamari um einkavæðingu Framsókn eða Íhald. Alla vega vottar ekki fyrir trúverðugleika hjá Framsókn í þessu efni eftir að hún lak niður í RÚV-málinu og nú síðast gagnvart Íbúðalánasjóði. En þótt Framsókn og Íhald séu runnin saman í eitt er ekki þar með sagt að Ríkisstjórnarflokkurinn sé samstiga. Þar er hver höndin upp á móti annarri og ræður yfirformaðurinn, Halldór Ásgrímsson, ekki við neitt á sama tíma og undirformaðurinn, Geir H. Haarde, er alltaf í útlöndum og því fjarri góðu gamni. Á meðan logar þjóðarskútan stafna á milli. Slæmt að heilt ár skuli vera til næstu alþingiskosninga.
Haffi