RÍKISSTJÓRNIN FARI FRÁ !
25.08.2006
Sæll Ögmundur.
Þú talar réttilega um “pólitískt misferli” vegna þagnarskyldunnar sem sett var á vísindanmenn, sem gagnrýndu Kárahnjúkaframkvæmdina. Í framhaldinu spyrðu hvernig ríkisstjórnin ætli að axla ábyrgð. Það er bara eitt að gera. Fyrrverandi iðnaðarrráðherra, Valgerður Sverrisdótttir á að segja af sér vegna málsins þegar í stað. Helst vildi ég losna við ríkisstjórnina alla, ekki bara vegna þessa máls heldur vegna þess hvernig hún hefur leikið land og þjóð á þeim þremur kjörtímabilum sem hún hefur setið! Kjósendum gefst sem betur fer tækifæri til þess að hreinsa út úr Stjórnarráðinu í Alþingiskosningum næsta vor. Það er hins vegar að mínu mati alltof langur tími til þess að bíða.
Með kveðju,
Haffi