UM SYNDAKLIFBERA FRJÁLS-HYGGJUNNAR
Trúarkredda um óbrigðult ágæti alræðis peningaafla, nýfrjálshyggjan, varð tískubóla fyrir síðustu aldamót. Á Íslandi átti hún eftir að leiða til umbyltingar á fyrsta áratug aldarinnar. Forsenda þessa alræðis var að hliðar-setja lýðræðiskjörið vald og eftirlitskerfi þess.
Öfgafús armur Sjálfstæðusflokksins tók að sér skipulegt niðurbrot á ,,eftirlitsbákninu" og aðlögun laga að endurbættu og auknu peningavaldskerfi einkaaðila. Hluti af þessu var að færa og gefa almanneigur til einkaeignar og að tryggja einkaráð yfir almannasjóðum. Kreddan átti skjól í fleiri flokkum. Á breytingaskeiðinu streymdi líka ógrynni lánsfjár erlendis frá
í nýjar peningamyllur. Öll varð ásýndin velsældarleg um stuttan tíma. Meginstoð þessarar kreddu var að sjálfsýribúnaður markaðarins væri öðrum tækjum traustari ,,Handstýrt lýðstjórnvald" væri óþurft og þar með almannaafskipti yfirleitt.
Þegar að fyrirséðu hruni kom 2008 hafði Alþingi lengi staðið sem álfur á hól. Var raunar mest í leyfi frá störfum frá ársbyrjun 2008 til hrundags. Svonefnd ríkisstjórn var í slökun vegna stöðu, sem hún hvorki þekkti, né bar að þekkja, að áliti kreddufólks. Efnahgaslífið var sett í sjálfstýringu og bein stjórnaríhlutun þá talin dónaskapur við frelsið. Þó leyfðist m.a.
SÍ að splæsa nokkrum milljarðahundruðum í frjálsa bankakerfið.
Einn kreddukall af mörgum er nú til athugunar fyrir dómi. Honum er gefið að sök að hafa veitt markaðsöflum það frelsi, sem boðuð kreddutrú hans lagði grunn að. Saklaus trúði hann á glæpakerfi sem brást. Hann veitti ríkisstjórn forstöðu, sem löglega hafði gefið frá sér stjórnun. Þessi maður er augljóst fórnarlamb aðstæðna og syndaklifeberi aflanna, sem trúðu honum til valds.
Málsvörn kreddumanns er að hann gat ekkert vitað um gerðir frjálsra markaðsgreifa. Að auki voru honum bönnuð afskipti, samkvæmt settum, kreddureglum.
Kreddukallinn er sakaður um uppeldi á nöðrum. Vegur hans var þó markaður góðum leiðbeiningum greiningardeilda, eigin trú á sjálfstýrbúnað markaðarins. Sakleysi þessa manns verður staðfest af samhuga kreddufólki.
Skoðun Landsdóms á Geir Haarde er ekki athygliverð.
Athygliverður er sá hugmyndaheimur,sem gerðir Geirs byggðust á. Þær kreddur lifa ennþá góðu lífi, en þær verða ekki aflífaðar með réttarhöldum. Stríðið gegn trúar-kreddum nýfrjálshyggjunnar mun vinnast á öðrum vettvangi. Þar kemur lýðræðisafl fólksins til sögunnar.
Rosenda Guerrero, hagfræðingur.