Fara í efni

RUKKA ALLT OG ALLA?

Nú virðast björgunarsveitirnar okkar vera að gefa sig líka og vilja fá að rukkka fyrir að bjarga fólki úr háska. Eflaust fara margir óvarlega og eflaust má gera miklu meira til að upplýsa fólk um hættur fyrir ferðamenn á ferðum þeirra um Ísland. Rútubílstjórunum sem finnst afleitt að rukka rútur við ferðmannastaði finnt þetta frábær hugmynd, sbr. http://www.visir.is/ihuga-ad-ferdamenn-borgi-meira-fyrir-bjorgunarstarf/article/2015707209955
Það finnst mér hins vegar ekki. Ég hef unnið á sjúkrahúsi og tekið á móti fólki úr lífsháska og minnist ég þess hve þakklátt fólkið var björgunarmönnum sínum og síðan fyrir aðhlynningu á sjúkrastofnun. Ef bankað væri upp á með reikning myndi fólk almennt borga en eitthvað hefði breyst fyrir bragðið.
Sunna Sara