Fara í efni

RUKKUÐ FYRIR ENGAN TILKOSTNAÐ!

Heill og sæll Ögmundur !
Hvernig er með greiðsluseðla frá bönkum, ég bað um á sínum tíma að mér yrðu ekki sendir greiðsluseðlar, þar sem ég get greitt í gegnum heimabankann. Það virðist vera alveg sama, ég er rukkuð um tilkynningar og greiðslugjald, þótt svo ég fái ekki greiðsluseðlana. Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hve þessir bankagúrúar geta plokkað af fólki. Var ekki búið að breyta þessu, mig minnir að Björgvin, fyrrum viðskiptaráðherra hafi komið því á koppinn. Vil koma því að að þú ert mjög vel liðinn hjá hinum almenna borgara. Takk fyrir !
Með bestu kveðju,
Kristjana Al.