Fara í efni

SAKAR EKKI AÐ SÝNA SANNGIRNI

Ég er Samfylkingarkona og ég segi eins og þú Ögmundur, að frekar vil ég sósíaldemókrata en hægri krata úr Viðreisn eða Bjartri framtíð. Það lið er meira að segja hægri sinnaðra en sjálft Íhaldið. Síðan sakar ekki að sýna smá sanngirni. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri, segir á samfélagsmiðlum að Samfylkingin sé að hrynja út af oddvitum sínum Oddnýju, Össuri, Árna Páli og Sigríði Ingibjörgu. Þau hefðu öll átt að segja af sér þegar Samfylkingin missti flugið í kosningunum 2013. En ég spyr hvort eigi að gleyma því að Samfylkingin mældist með vel yfir 30 prósentum í formannstíð Össurar og hefur aldrei komist hærra! Er hann þá sökudólgurinn? Hvílíkt rugl. Er ekki skýringa annars staðar að leita? Mér sýnist vera flótti frá stjórnmálum, það skýri vinsældir Pírata sem ekki þora að hafa skoðun á neinu máli. Það á náttúrlega við um fleiri. Þess vegna er póltíkin að deyja og öllum að verða skítsama um Alþingi (afsakið orðbragðið). Ég ætla nú samt að þráast við og kjósa minn gamla flokk enda á hann betra skylið.
Guðfinna