SAMFYLKINGIN VAR MEÐ EN ER NÚ Á MÓTI!
Sæll Ögmundur.
Aðeins varðandi það sem þú segir í ágætri grein þinni um að Svandís hafi axlað pólitíska ábyrgð í REI málinu, sem hún gerði ein og óstudd. Nú fara fulltrúar Samfylkingarinnar mikinn í gagnrýni sinni á málsmeðferðina, Dagur B. Eggertsson og Oddný Sturludóttir hafa ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að Vilhjálmur Þ. hafi ekki haft umboð til að undirrita REI-samninginn, sem lagður var fram á frægum eigendafundi Orkuveitunnar síðastliðið haust. Er ekki rétt munað að fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með REI-samningnum á umræddum fundi. Í yfirlýsingu, sem Dagur sendi fjölmiðlum þann 4. október telur hann þessa útrás Orkuveitunnar "eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga " Hvernig er hægt að samþykkja einhvern gjörning, og hamast svo á móti þegar almenningi verður ljóst hvað þetta fól í sér. Hvað þá að kenna þeim aðila um, sem ein stóð vaktina.
Kveðjur,
Gísli