SAMHLJÓMUR Í STJÓRNARANDSTÖÐU
04.05.2007
Mér líkaði vel að heyra samhljóminn í stjórnarandstöðunni í kjördæmaþættinum á RÚV í Suð-vesturkjördæmi í gær. Auðvitað á að gefa bæði Sjálfstæðisflokki og Framsókn frí frá stjórnarstörfum næsta kjörtímabil, ella hefði Sjálfstæðisflokkur setið í 20 ár og Framsókn í 16 ár. Svo löng valdaseta er spillandi og voru þessir flokkar þó fyrir ekki lausir við spillingu. Því fór reyndar fjarri að svo væri. Mjög fjarri. Við vitum að Framsókn vill ekkert stopp. Bara meiri völd og meiri spillingu. Ennþá nær kjötkötlunum. Ekkert stopp. Og Sjálfstæðisflokkur hefur ekki beinlínis á móti meiru af svo góðu. Sá sem framlengir líf þessarar samstjórnar Íhalds og Framsóknar axlar mikla ábyrgð.
Kv.
Haffi