Fara í efni

SAMMÁLA JÓNI BJARNASYNI UM FJÁRLÖG OG FRAMÚRKEYRSLU

Ég er algerlega sammaála Jóni Bjarnasyni alþingismanni í umræðunni um framúrkeyrslu opinberra stofnana. Fjölmiðlar beina sjónum sínum að opinberum stofnunum og setja þær á sakamannabekk ef þær fara framúr fjárlögum. En þær hafa lögbundnum skyldum að sinna. Veikt fólk og slasað verður þannið að fá aðhlynningu á sjúkrahúsi þótt fjárveitingarvaldið hafi skammtað viðkomandi stofnun of litla fjármuni í þessu skyni. Á að vísa sjúklingum frá? Hvað ef stórslys verða? Þau geta kostað sjúkrahús milljónatugi. Jón Bjarnarson hefur talað um óraunsæi við fjárlagagerð og sveltistefnu gagnvart opinberri þjónustu. Ég vil taka undir sjónarmið hans og sakna þess að umræðunni sé ekki beint gegn þeim sem hafa fjárveitingarvaldið á hendi. Formaður fjárlaganefndar segir að aukin harka og eftirfylgni verði þess valdandi að opinberar stofnanir verði á tánum. En er það ekki hann sjálfur sem þarf að vera á tánum? Getur verið að það hafi verði fjárveitingavaldið sem hafi reynst óábyrgt og hafi brugðist? Er það ekki stjórnarmeirihlutinn sem hefur öll ráð í hendi sér um fjárveritingar  sem þarf að vera á tánum?
Guðrún Guðmundsdóttir