SAMMÁLA UM SUMT, ÓSAMMÁLA UM MARGT OG VAR ÞÓ ENN MARGT ÓSAGT
Síðastliðinn sunnudag mætti ég til þeirra Egilssona, Gunnars Smára og Sigurjóns, til að “spá í hvað Trump vill, hvað hann segir og gerir og hver áhrifin verða” svo vitanð sé í kynninguna. Við vorum fjögur sem tókum þátt í spjallinu við þá bræður, auk mín, Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði, Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra.
Ekki vorum við sammála um allt, reyndar ósammála um mörg helstu grundvallarstefin þótt ekki gæfist tími til að fara rækilega í saumana á ýmsum ágreiningsefnum okkar. Engu að síður komumt við yfir að ræða margt.
Hér er spjall okkar: https://www.youtube.com/watch?v=TrV_MU0_mD0&t=2s
----------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/