Fara í efni

Samstöðufundur með Palestínu

Þjóð í þrengingum - samstöðufundur með Palestínumönnum er yfirskrift fundar sem haldinn verður í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.00. Eftir fráfall Arafats eru blikur á lofti í Palestínu og því mikilvægt að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu.Um áratugi hefur hún mátt þola þrengingar og harðræði að hálfu hernámsliðs Ísraels. Kynþáttaaðskilnaðarmúrinn er til marks um hversu langt er gengið í ofsóknum á hendur Palestínumönnum. Enda þótt Ísraelsstjórn láti í veðri vaka að hún sé nú að draga úr útþenslu á Gaza sviftir kynþáttamúrinn Palestínumenn á Vesturbakkanum stóru svæðum. Múrinn er auk þess reistur til að sundra landi og byggðum, fjölskyldum og samfélagi.

Dagskrá fundarins:

Ávarp:
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra

Stuttar ræður:
Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráðherra
Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB
Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur
Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína

Fundarstjóri:
Katrín Fjeldsted læknir