SAMSTÖÐUFUNDUR VEGNA PALESTÍNU – SAMTÖK LAUNAFÓLKS HVETJA TIL SAMSTÖÐU
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi fyrir sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar efnir félagið Ísland Palestína til samstöðufundar á Hótel Borg í kvöld, miðvikudag kl. 20, þar sem Ziad Amro, helsti frumkvöðull blindra og fatlaðra og stofnandi Öryrkjabandalags Palestínu, er aðalræðumaður. Hann mun fjalla fjalla um áhrif hernáms á líf þjóðar, með sérstakri áherslu á fólk með fötlun. Ziad missti sjálfur sjónina af völdum hernámsins.
Í grein sem
Enn bólar ekkert á því að endir verði bundinn á hernám Palestínu. Því síður að ísraelskir valdamenn séu reiðubúnir að viðurkenna þau grundvallarréttindi sérhvers flóttamanns að fá að snúa heim aftur. Augum fjölmiðla hafa undanfarna mánuði beinst að blóðbaðinu á Gazaströnd, en minna verið gætt að byggingu aðskilnaðarmúrins sem heldur stöðugt áfram og stækkun landtökubyggða á Vesturbakkanum, en þetta hvort tveggja útilokar sjálfstæði Palestínu sem fullvalda ríkis.”
Alþjóðasamtök launafólks í almannaþjónustu, PSI hafa hvatt aðildarsambönd sín til þess að sýna Palestínumönnum samstöðu í þrengingum þeirra og sérstaklega vakið athygli á stöðu starfsfólks innan almannaþjónustunnar sem ekki hefur fengið launagreiðslur í tæpt ár vegna refsiaðgerða Vesturveldanna sem ekki þóknaðist niðurstaða lýðræðislegra kosninga í PALESTÍNU!
Í dag var ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins Grétari Má Sigurðssyni afhent fyrir hönd utanríkisráðherra bréf frá