Fara í efni

Sátt við VG

Ég er mjög sátt við stefnu VG í skattamálum sem öðru. Stundum verð ég agndofa að fylgjast með Samfylkingunni í skattaumræðunni. Hún virðist vilja gera allt í senn, lækka skatta og auka útgjöldin! Er þetta trúverðugt? Öllum er lofað öllu fögru. Þá vil ég heldur staðfestu VG sem vill dreifa skattbyrðunum öðru vísi en nú er gert og breyta forgangsröðun við nýtingu skattfjárins. En flokkurinn neitar - og það finnst mér gott -  að skrifa upp á almenna skattalækkun og þar með niðurskurð og þjónustugjöld.
Kveðja,
Sunna Sara

Sæl Sunna Sara.
Skrifa upp á hvert orð hjá þér: Réttláta skatta, réttláta forgangsröðun! Það er mottóið hjá VG.
Kveðja,
Ögmundur