Fara í efni

SEÐLABANKI Á ÁBYRGÐ SKATT-GREIÐENDA

Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, á morgunverðarfundi Íslenskra Verðbréfa, þann sjöunda okt síðastliðinn: "Það fjármagn sem nú bíður átekta í skjóli lágvaxtalanda mun um síðir leita á gjöfulli mið. Þegar dregur úr flótta fjárfesta í öryggi lágvaxtalanda og þeir fara að horfa eftir betri ávöxtun þurfa íslensk stjórnvöld að vera reiðubúin að beina augum þeirra að Íslandi....vaxtamunur milli Íslands og viðskiptalanda þyrfti að vera nægur til að krónueignir teldust fýsilegur fjárfestingakostur við afléttingu gjaldeyrishaftanna." (Mbl. 8/10/2010)
Stefna Seðlabankans er "sjálfstæð" en á ábyrgð skattgreiðenda. Þarf ekki að endurskoða þetta ruglkerfi?
Hreinn K.