SEGJAST ÞURFA SKAGFIRSKU JÖKULÁRNAR LÍKA
Það er alveg hárrétt að virkjanamálin hér í Skagafirði eru á fullri ferð undir yfirborðinu eins og oddviti VG í Skagafirði vekur athygli á og þú tekur einnig undir hér á heimasíðu þinni. Fremur hljótt er farið með þessi áform nú og kæmi mér ekki á óvart að lítið yrði látið á þeim bera fram yfir næstu kosningar.
Í bænarskjalinu fræga sem forystumenn Sjálfsstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar hér Skagafirði sendu frá sér sl. vetur lýstu þeir sig reiðubúna til að fórna Jökulánum undir virkjanir fyrir álver Alcoa.
Mér er fullkunnugt um að Kaupfélag Skagfirðinga og RARIK hafa síður en svo hætt við áform sín um Villinganesvirkjun. Allt er þar tilbúið. Þar er bara beðið færis.
Ég er nú orðin nokkuð lífsreynd og þykist þekkja mitt heimafólk þar með talda stjórnendur KS og veit að þeir gefa virkjunina aldrei eftir ótilneyddir. Og nú ráða þeir meirihluta Framsóknarflokks og Samfylkingar í stjórn sveitarfélagsins!
Nýlega hefur fyrirtæki þeirra Héraðsvötn ehf, sótt um leyfi fyrir Skatastaðavirkjun.
Landsvirkjun hefur einnig sótt um leyfi fyrir virkjunum í Jökulsánum.
Eins og menn muna var
Ég tek því heilshugar undir varnaðarorð og brýningu Bjarna Jónssonar hér á síðunni hjá þér. Ég er mjög ánægð með að hann láti frá sér heyra. Því miður er Bjarni Jónsson ekki við stjórnvölinn hér í Skagafirði. það er dapurlegt til þess að hugsa hvernig sveitarstjórnarkosningarnar fóru því ég hef trú á því að yfirgnæfandi meirihluti Skagfirðinga sé hjartanlega sammála honum.
Skagfirðingur