SEINHEPPINN HALLDÓR - EÐA...?
Halldór Ásgrímsson svaraði í dag spurningum þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Alþingi um álstefnu Framsóknarflokksins. Þessu voru gerð góð skil í sjónvarpsfréttum í kvöld. Framsókn er sem kunnugt er haldin óstöðvandi áhuga á að reisa álver. Þegar smíði eins álvers lýkur þarf að hefjast handa um smíði næsta álvers eða stækka þau álver sem fyrir eru. Engu líkara er en Framsókn vilji gera Ísland að einu stóru álveri. Stalín hefði ekki gert betur sagði Jón Bjarnason. Stundum hafa menn líkt áláfergju Framsóknar við trúarbrgögð. Spurning hvort formaður Framsóknaflokksins líti ekki einmitt svo á sjálfur eða var hann kannski bara seinheppinn þegar hann sagði að VG vildi banna álstefnu Framsóknar, það mætti ekki sagði Halldór, það á ekki að banna trúarbrögð!
Sunna Sara