SEM BETUR FER ERU ÞEIR TIL: PILGER OG ROGERS
03.11.2019
Þeir skafa ekki utan af því John Pilger, blaðamaðurinn heimskunni, og tónlistarmaðurinn úr Pink Floyd, Roger Waters, þegar þeir gagnrýna bresk og bandarísk stjórnvöld fyrir ofsóknir þeirra á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks.
Hér má annars vegar sjá til Johns Pilgers á útifundi í London og hins vegar Rogers Weters í viðtali í þættinum Going underground á TR (Russian Television).
Fróðlegt og uppörvandi að enn skuli vera til svona menn í heimi sem gerst hefur óþægilega undirgefinn heimskapítalismanum og þeirri nýlendustefnu sem hann rekur.