Séra Jón eða BARA jón?
Af hverju vinna bankarnir á móti skuldurum? þrátt fyrir loforð þeirra og ríkissjórnar að koma á móts við skuldug heimili í landinu sitja ekki allir við sama borð eða er ekki sama hvort það er Séra Jón eða BARA jón. Og hvernig er með þá sem hafa misst húsnæði sitt, eiga þeir ekki að geta endurheimt það með þessum aðgerðum sem voru settar um "skjaldborg" heimilana. Skil hvorki upp né niður. Svo er þessi stofnum um umboðsmann skuldara. Þar eru bara skvísur á pinnahælum sem vita ekki hvað það er að skulda, hafa aldrei vitað hvað það er að ganga á milli stofnana og vera niðulægður og láta tala niður til sín. Af hverju voru ekki allir látnir sitja við sama borð þegar nauðungasölum var frestað fram á næsta ár og þær sölur sem höfðu farið fram dregnar til baka? Einhverjir hefðu getað bjargað sér á þeim tíma. Það sitja ekki allir við sama borð hvað þetta varðar. Hvað ætla bankarnir að gera við seldar íbúðir sem þeir hafa keypt á slikk langt undir markaðsverði og skuld eiganda við þá? Þeir fá fullt af eignum á silfurfati en eru ekki tilbúnir að gera neitt til afskriftar lánum sem eru á hálfvirði hjá þeim. Ekki meira í bili góða helgi og gleðileg jól .
Einhverjir eiga ekki gleðileg jól og þá hugsar maður til þeirra. Einhverjir á götunni, aðrir standa í röð og bíða eftir mat og einhverjir að bíða eftir kraftaverki.
Jóna Jóns.