SINNA FRJÁLSLYNDIR ALMANNA-TENGSLUM FYRIR ÍHALDIÐ?
Sé að Kristni H. Gunnarssyni, þingmanni Frjálslyndra nægði nokkurra mínútna svar frá Guðlaugi Þór heilbrigðisráðherra og enn styttra framlag frá Ástu R. Jóhannesdóttur Samfylkingu, sem varði heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins í bak og fyrir, til að sannfærast um að einkavæðing í heilbrigðisþjónustunni væri ekki á dagskrá. Fréttablaðið greinir í dag skilmerkilega frá þessari merku uppgötvun Kristins eftir utandagsskrárumræður á Alþingi. Það vill svo til að ég sá þessar umræður í þinginu í Sjónvarpinu. Ég skal játa að ég kaus Samylkinguna í síðustu kosningum. Það mun ég aldrei gera aftur. Annarri eins þjónkun við Íhaldið hef ég aldrei orðið vitni að! Og hvað vakir fyrir Frjálslynda flokknum? Sinnir hann orðið almannatengslum fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
Fyrrverandi kjósandi Samfylkingar