SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKUR Í LÝÐSKRUMS-HERFERÐ
Mér finnst með ólíkindum að hlusta á Sjálfstæðismenn í dag. Mér verður óglatt. Hvernig gat ég stutt þennan flokk í 25 ár! Sem betur fer kom að því að ég sá hverslags flokkur þetta er. Hann hefur svo gjörsamlega afhjúpað sig sem flokkur sérhagsmuna. Hann hefur enga aðra stefnu en að halda vörð um kvótaeigendur og aðra ólígarka. Í fyrra þegar þeir voru við völd reyndu þeir það á eigin skinni að ekki var annað hægt en að samþykkja þennan Icesave samning. Þá voru Vinstri græn á móti enda vissu þau ekki nákvæmlega við hvað var að etja. Í dag vita Vinstri græn það mæta vel og hugsa fyrst og fremst um hag þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn?? - þeir eru orðnir á móti og það vakir aðeins eitt fyrir þeim og það er að reyna að fella þessa velferðarstjórn og komast aftur til valda. Ekkert annað. Í dag er Sjálfstæðisflokkurinn í lýðskrumsherferð og gerir út á illa upplýst fólk. Ég hef þó trú á því að nógu margir séu nógu vel upplýstir til þess að tryggja það að þeir komist ekki aftur til valda á næstu árum.
Ragnar Thorarensen