Fara í efni

Sjónvarpsstöðvar við Kárahnjúka

Starf fjölmiðlamanna er mikilvægt. Þeir miðla upplýsingum og hafa veruleg áhrif við að móta farveg þjóðfélagsumræðunnar. Eðlilegt er að störf þeirra séu undir smásjá og mikilvægt er að þeir kunni að taka gagnrýni á sín störf ekki síður en stjórnmálamenn og reyndar allir sem gegna trúnaðarstörfum í þjóðfélaginu. Ég vona að fjölmiðlamenn lesi af kostgæfni bréf Ólínu sem birtist hér á sðunni í dag. Hún kemur víða við en telur að fjölmiðlarnir standi seg ekki sem skyldi við Kárahnjúka. Hún segir m.a. "Um leið og haustar austur á landi, gránar í rót og kólnar, fennir jafnvel við Kárahnjúka, og vist verkamannsins gerist daufleg og vond þá sendir fréttaritari Sjónvarpsins og Rásar 2 pistla af svæðinu í stríðum straumum. Fæstir eru um gegnsósa vinnuskó verkamanna með stáltá, eða hálfblauta búninga þeirra og illa þefjandi híbýlin. Fleiri eru um skínandi fínar gröfur, tæki og tól. Það stirnir á gula og svarta CAT drekana á hálendinu."

https://www.ogmundur.is/is/greinar/te-kaffi-og-gegnsosa-skor-med-stalta