Fara í efni

SKEL HÆFIR KJAFTI

Þú vilt hleypa inn í Háskóla Íslands manni sem  braut allar siðferðisreglur og þú gagnrýnir skólann og þar með heldur þú uppi vörnum fyrir manninn sem þetta snýst allt um, Jón Baldvin Hannibalsson.  Sjálfur braust þú jafnréttislög Ögmundur þegar þú réðst karl í sýslumannsembætti en áttir lögum samkvæmt að ráða konu. Úskurðarnefnd jafnréttismála veitti þér áminningu og krafist var afsagnar þinnar sem þú áttir að sjálfsögðu að verða við. Ég man ekki betur en það væru þínir flokksfélagar (og mínir) sem vildu að þú segðir af þér. Nú finnst þér blóðið renna til skyldunnar að verja  Jón Baldvin. Þar hæfir skel kjafti.
J. G.