Fara í efni

SKEMMTILEGUR EGILL

Sæll Ögmundur.
Bókmenntaþáttur Egils Helgasonar í Sjónvarpinu þykir mér kærkomin sending. Þátturinn er bæði skemmtilegur og innihaldsríkur. Hafi Egill og Sjónvarpið lof  og prís fyrir. Eitt þarf þó að laga. Þátturinn þarf að vera fyrr á kvöldin. Ég man að þú gagnrýndir það einhverju sinni Ögmundur, að íslensk verðlaunadagskrá um palestínska flóttamenn var sýnd seint um kvöld, á eftir nokkrum erlendum sápustykkjum. Á sú gagnrýni ekki einnig við um bókmenntaþátt Egils? Hvað finnst þér Ögmundur? Á þessi þáttur ekki skilið betri útsendingartíma?
Grímur

Þakka þér bréfið Grímur. Ég er sammála þér að öllu leyti.
Með kveðju,
Ögmundur