Fara í efni

,,SKILUM RAUÐU‘‘

Skila rauðu skaltu nú
í skjaldborgina teljum
Verkalýðsins virkjum trú
viðreisnina hefjum.

,,GÆÐIN VILJA GEFA MEST‘‘

Um tíu flokka fáum val
Þar ansi fáa væna
Ég einn þeirra kjósa skal
ekki vinstri græna.

Innlent | mbl | 20.9.2021 | 22:25 Brynjar Níelsson kútveltist af rafskútu „Ég er ekki fallegur í framan, og var það ekki fyrir en þetta gerði illt verra,“ segir Brynjar og vísar þá til þess að hann fékk djúp¬fjólublátt mar á andlitið.

Fríðleika ei fundum þar
af fíflinu höfum gaman
Blár að innan Brynja var
núna blár í framan.

,,MUNDU EFTIR ÞESSU‘‘

Af ljóðmælum ég lítið sé
lítinn hefur tíma
Alveg sokkinn upp að hné
við alvöruna glíma?

Læknafélagið slítur viðræðum! ,,Eru með sextánföld laun verkamanns‘‘

Læknar vilja launin há
leitast við að semja
Sextánföld nú vilja sjá
sjálftöku ei hemja.

,,ALÞÝNGI‘‘

Níu flokka núna fáum
nú verður kátt á þingi
Og Sósíalista líka sjáum
í Almættið hringi.

,,FÁTÆKTIN''

Fátækt er fjandans böl
sem fjöldi má umbera
Oft ævi löng lífsins kvöl
sem landinn má í gera. ,

LOFORÐIN‘‘

Nú loforðum ei liggja á
líkt og forðum daga
þeir velferð okkur vilja tjá
og vandamál öll laga.

,,Myrkur og Dauði‘‘

Gloom og Doom hér bjóða
uppá dýrlegt ævintíri
Frjálshyggju nú saman sjóða
sem endar útí mýri.

Á rúðunum regnið lemur
rennur niður á við
Og sumarið seint kemur
sama hvað ég bið.

,,ALLT FARIÐ SEM FARIÐ GETUR LÁT HUGGAST HRAUNFJÖRÐ PÉTUR‘‘

Eineygður nú orðin er
ansi er því sleginn
Fyrir lífshugsjón lítið fer
allt farið vinstramegin.

 ,,SUMARIÐ SEM KOM ALDREI‘‘

Helvítis rokið og rigningin með
reynir hér á mitt léttlynda geð
í rigninga éljum
dropana teljum
og sumarið farið sólin þar með

Á rúðunum regnið lemur
en rennur sína leið
Og sumarið seint kemur
sama hvað ég beið.

,,SÍÐASTA HÁLMSTRÁIÐ ‘‘

Lífsins basli þeir vilja létta
og lélegu kerfi upp í hrista
Alþýðan mætti athuga þetta
að kjósa Sósíalista.

,,ÁSTARSAMBAND STJÓRNARLIÐA ‘‘

Þar loforðum ei lágu á
og líka fylgdi brosið
Í sjónvarpinu þetta sá
senn verður kosið.

Ég man þegar Framsóknarflokurinn lofaði ,,MILLJARÐI‘‘ í vímuefnavarnir fyrir unglinga fyrir einar kosningarnar en það kom alrei!!

Fyrir kosningar er Framsókn virk
og fjármunum út mokar
Nú tala þeir um tómstundastyrk
en á fátækt augum lokar.

,,við loforðin lítið standa‘‘

Loforðunum ei liggja á
líkt og forðum daga
Efndirnar mun engin sjá
og ekkert laga.

Lögum nú þetta leiðinda mein
því lélegt kerfi má hrista
Kannski við erum að verða of sein
við kjósum nú Sósíalista.

,,Úr fátækt í frelsi‘‘

Hér fátækt er fylgi böl
Hjá fjöldanum sjúkum
Hafa enga hjálp né völ
Hömungunum ljúkum.

Höf. Pétur Hraunfjörð.