Fara í efni

SKÍTKAST EÐA STAÐREYNDIR?

Ég spyr hvort þér finnist við hæfi að birta nafnlausar dylgjur og skítkast í garð Framsóknarflokksins í Reykjavík á heimasíðu þinni. Þú mátt þó eiga það að þú skrifar undir þitt skítkast þó ekki skáni það mikið við það. Kveðja frá Framsóknarmanni.
Stefán Bogi Sveinsson

Þakka þér bréfið Stefán Bogi. Ég er ábyrgur fyrir öllu efni sem birtist á síðunni. Í þeim skilningi birtast hér engin skrif sem ekki er tekin full ábyrgð á. Yfirleitt veit ég deili á öllum sem skrifa á síðuna. Ég hef þó gert á þessu undantekningu. Þannig hefði ég að öllum líkindum birt þetta bréf frá þér þótt þú hefðir ekki sent mér fullt nafn með tilskrifinu. Annars hefur ekki mikið farið fyrir skítkasti í garð Framsóknar. Ég fæ ekki betiur séð en aðallega sé verið að greina frá staðreyndum. Þær eru hins vegar sumar ekki alveg tandurhreinar. Varla er þar við skríbenta síðunnar að sakast. - eða hvað?
Kv.
Ögmundur