Fara í efni

SKRÍPÓSTJÓRNMÁL

Þú Ögmundur og Lilja Mósesdóttir greidduð atkvæði gegn lögunum um ríkisábyrgð. Það fer ekki á milli mála að afstaða ykkar almennt í þessari ríkisstjórn gera hana meira og minna óstarfhæfa. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir þá sem fylgja þér að málum og eins fyrir hina að fá að vita hvað þú vilt gera í Icesavemálinu. Um hvað verður kosið. Hver eru markmið þín? Þú skuldar svar við spurningunni: 1. Viltu að íslenska þjóðin standi við skuldbindingar sínar og greiði innistæðueigendum Icesave í Bretlandi og Hollandi lágmarkstryggingu, allt að 20.887 evrur hverjum innistæðueiganda? Óska eftir svari já eða nei og enga útidúra. Dómstólaleið og greiðslugeta koma þessari spurningu ekkert við.
Pétur

Alþingi hefur samþykkt fyrirvara á ríkisábyrgð þar sem fram kemur að við véfengjum greiðsluskyldu okkar. Ég er sammála þeim fyrirvara. Ég er því líka sammála að leita lausnar í samningum við Breta og Hollendinga einsog nú er verið að gera. Þú spyrð um markmið mín. Þau eru að bæta stöðu Íslands og þar með bæta stöðu velferðarþjónustunnar sem mun eiga við nóga erfiðleika að stríða í framtíðinni.  Ég skil ekki hins vegar hvað vakir fyrir þér að leggja slíkt ofurkapp á að negla okkur niður með yfirlýsingum um hvað við gætum endanlega fallist á einsog þú gerir ítrekað í bréfum þínum. Þetta gerir það eitt að veikja samningsstöðu okkar. Finnst þér það ef til vill vera slæmt ef Íslendingar ná betri samningi? Hefurðu efnt til rökræðu við aðila sem að þessum málum hafa komið eða aðra þá sem best til þekkja ? Hefurðu rætt þetta fyrir framan spegil?
Kv.
Ögmundur