Fara í efni

SKULDALÆKKUN OG VERKFÖLL Á BYLGJUNNI

Bylgjan - í bítið 989
Bylgjan - í bítið 989

Skuldaniðurfærslur og verkföll voru til umræðu hjá okkur Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfsstæðisflokksins, í morgunspjalli okkar á Bylgjunni í dag. Ég ítrekaði þau sjónarmið sem ég áður hafði gert grein fyrir á Alþingi um að ég væri hlynntur þeirri hugsun sem skuldaniðurfærslan hvíldi á, nefnilega að færa fjármuni frá þeim aðilum ( fjármálafyrirtækjum og kröfuhöfum) sem höfðu oftekið á sínum tíma, til þeirra sem ofttekið var af (í óeðlilega háum verðbótum á lánum) en hefði viljað félagslega réttlátari útfærslu. Þess vegna hafi ég ekki getð stutt tillögurnar. Síðan ræddum við verkföll og bönn við verkföllum.
Sbr. hér:  http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=27055