Fara í efni

SKYLDI MANNINUM EKKI LEIÐAST...

Passusálmur nr. 53

Á Grímsstöðum á Fjöllum
gengur maður í lopapeysu
og lítur til fjalla.
Og fjárfestar koma
á einkaþotum
til að horfa á hann.

Það er heiðskýrt og kuldi.
Og himinn bjartur og blár.

Þetta er gulur maður
með glatt enni
og gljásvart hár.

Og stúlka sem er einhverskonar þerna
segir mér:
Skyldi manninum ekki leiðast
að hafa Ögmund á móti sér?

Kristján Sig. Kristjánsson