Skyldulesning
10.03.2003
Tvær nýjar greinar koma inn á heimasíðuna í dag, önnur eftir séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum sem á þráðbeint erindi við okkur og hin eftir Þorleif Óskarsson sagnfræðing þar sem forsætisráðherra, forsætisráðherrakandidat og Vinstrihreyfingin grænt framboð koma við sögu. Þá er rétt að vekja athygli á greinum Magnúsar Þorkels Bernharðssonar sem skrifar frá New York um Íraksmálið. Séra Gunnar sækir efnivið í grein sína í minningar frá dögum Víetnamstríðsins og ber saman viðbrögð manna þá og nú þegar bandaríska herveldið hnyklar að nýju vöðvana gegn þjóð í öðrum heimshluta. Grein Þorleifs Óskarssonar er skemmtileg og skörp greining á hræringum í stjórnmálum samtímans. Þessar greinar flokkast nánast undir skyldulesningu.