SKYLDULESNING FYRIR FORSVARSFÓLK HÁSKÓLA ÍSLANDS, RAUÐA KROSSINS, LANDSBJARGAR OG ÍÞRÓTTAHREYFINGARINNAR!
Garðar Eyfjörð, þekktur sem Gæi, svo og Auður Ösp Guðmundsdóttir, blaðakona, eiga mikið lof skilið fyrir umfjöllun um fjárhættuspil og spilafíkn sem birtist í dag á veftímaritinu Vísi.
Ég ætla ekki að hafa mörg orð um umfjöllun þeirra, aðeins hvetja fólk til að kynna sér hana. Þetta ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnendur Háskóla Íslands, Rauða krossins, Landsbjargar og íþróttahreyfingarinnar sem nú reynir allt hvað hún getur til að komast sem lengst á netinu í því augnamiði að hafa fé af fólki, einkum unglingum. Þetta er náttúrlega ekki sæmandi og það viðurkennir forsvarsfólkið sjálft ef það er spurt beint og enginn heyrir til en heldur síðan sínu striki.
Ég veit ekki hvað hægt er að gera til að hjálpa þessu fólki því einnig það er háð spilafíkninni.
Hér má nálgast umfjöllun vefmiðilsins visir.is:
https://www.visir.is/g/20252711119d/-folk-er-ad-deyja-ut-af-thessu-
--------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/