SLÍTUM STJÓRNMÁLA-SAMSTARFI VIÐ BANDARÍKIN!
Alveg er ég hjartanlega sammála þér að ef slíta á stjórnmálasamstarfi við ríki út af þjóðarmorðinu á Gaza þá á að byrja á Bandaríkjunum sem halda hlífisskildi yfir Ísrael. Ef við slitum stjórnmálasamstarfi við Bandaríkin þá vissu það allir að mótmæli okkar væru í alvöru!
Á sömu forsendum var það hárrétt að halda mótmælafundinn í dag við sendiráð Bandaríkjanna. Nú þarf að sniðganga vörur frá Ísrael og sýna andúð okkar þannig í verki hvar sem við getum. Það má Össur eiga að það gerði hann og sem innanríkisráðherra mótmæltir þú þjóðarmorðinu opinberlega á útifundi við bandaríska sendiráðið.
Íhaldinu fannst náttúrlega rangt að ráðherra talaði á útifundi alveg eins og þeim finnst það nú vera formgalli að utanríkisnefnd mótmæli!!!!
Jóhannes Gr. Jónsson