SNIÐGANGAN TIL UMRÆÐU Á STÖÐ 2 OG ÚTVARPI SÖGU
Hin umdeilda ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að falla frá fyrri samþykkt um sniðgöngu á vörum frá Ísrael var til umræðu í þættinum Ísland í dag á Stöð tvö í gær en ég tók ég þátt í þessum umæðrum.
Í þættinum var rætt um áhrifamátt viðskiptabanns sem baráttutækis og vorum við minnt á hliðstæður frá fyrri tíð, og þá helst viðskiptabannið sem sett var á Suður-Afríku á sínum tíma.
Umræðan er hér: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC31769795-7F6E-4E26-932D-E6F66BC63EAD
Á Útvarpi Sögu var ítarlegt viðtal við Svein Rúnar Hauksson, formann Félagsins Ísland Palestína, um sama efni. Viðtalið er afar gott og upplýsandi. Umhugsunarvert er að þetta er fyrsta viðtalið í fjölmiðlum við þann mann sem gerst þekkir til þessara mála, frá því núverandi fár upphófst!