SNÝST UM TRAUST
06.12.2009
Kæri Ögmundur.
Ég skil svo vel að þú sért að ganga í gegnum "samviskukrísu"...það eru fleiri sem hugsa um þetta Icesave-mál". Eitt máttu alltaf eiga og það er hreinskilni og þar af leiðandi færðu TRAUST! Ég treysti þér til hreinskilinna svara. Er nú samt búin að kynna mér málið það mikið að ef að "icesave" er ekki samið um eru "skuldbindingar Íslendinda" í sínum eigin banka farnar. Ekki satt?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
Þakka þér bréfið Anna. Allt eru þetta álitamál en innistæðutryggingar hér á landi snúast um traust. Vegna þess að við trúum því að þær standi gengur það eftir. Það er ekki þar með sagt að við getum tekið á okkur hvað sem er. Um það snýst deilan um Icesave og lagalegar skyldur okkar í því efni.
Kv.,
Ögmundur