SÖGULEGAR KOSNINGAR Í PALESTÍNU
Kennarar í höfuðstöðvum verkalýðshreyfingarinnar í Nablus vinna að undirbúningi forsetakosninganna.
Forsetakosningarnar í Palestínu á sunnudag þykja sögulegar fyrir margra hluta sakir. Mikilvægasta ástæðan er sú að með kosningunum er verið að leggja einn af hornsteinum að lýðræðisuppbyggingunni í landinu. Þegar Yasser Arafat var kosinn forseti í kosningum árið 1996 var hann kjörinn með 87% atkvæða. Þá var lítil sem engin andstaða gegn honum. Menn greiddu honum atkvæði til að styðja mann sem orðinn var sameiningartákn frelsisbaráttunnar. Öðru máli gegnir nú. Starfandi forseti og forsætisráðaherra undir Arafat, Mahmoud Abbas, nýtur þess vissulega að vera arftaki Arafats sem leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO.
Í kosningamiðstöð hjá Abbas
Í Nablus heimsóttum við kosningamiðstöðina hjá Abbas. Þar sátum við félagarnir,
Nema hvað þarna sátu þeir baráttujaxlarnir sem margir hverjir höfðu staðið ásamt Arafat í eldlínunni í áratugi. Sú spurning gerðist áleitin hvers vegna þeir styddu Abbas.
Nú er sagt að Abbas og félagar standi á hægri kanti stjórnmálanna, séu íhaldsamir og eftirgefanlegir gagnvart Ísrael. Þetta segja andstæðingarnir og segja ekki geti mikið verið í mann spunnið sem Ísraelsmenn og Bandaríkjastjórn vilji fá kosinn. Annað er að Abbas styðst við auðmenn í Palestínu. Eitt grótekst dæmi sáum við um slíka kóna. Á einni hæðinni fyrir ofan Nablus hafði bandarísk/palestínskur auðkýfingur byggt höll sem kostað hafði hálfan annan milljarð að reisa – höll sem var í svo hróplegri andstöðu við allt líf venjulegs fólks að ekkert annað en botnlaust dómgreindarleysi gat verið þess valdandi að maðurinn lét sér koma til hugar að reisa höllina. Auðkýfingurinn hafði hins vegar látið sér detta í hug að bjóða sig fram sem forseta. Þegar honum hafði verið bent á að slíkt myndi aldrei ganga, hætti hann við en ákvað hins vegar að styðja Abbas. Það gerir hann efalaust á allt öðrum forsendum en baráttujaxlarnir sem við hittum í kosningamiðstöðinni. Þeir eru ekki, höfðum við á tilfinningunni, að styðja Abbas, heldur að ljá gamalli hugsjón stuðning sinn. Þetta er þeirra aðferð að halda henni lifandi.
Í kosningamiðstöð hjá Barghouti
Þarna er komið að meginástæðu þess að kosningarnar hafa sögulega þýðingu. Í stað þess að Palestínumenn sameinist í einum meginflokki þá er nú komið að því að sameinast um kerfi, lýðræðiskerfi en ekki um flokk. Þetta segja til dæmis stuðningsmenn Mustafa Barghouti hins frambjóðandans sem líklegur þykir að fá einhvern stuðning sem heitið getur í kosningunum. Burghouti er vinstrisinnaðri en Abbas og mun gagnrýnni á stefnu Ísraela. Tekið skal fram að á þessari kosningaskrifstofu og reyndar einnig þeirri fyrri voru menn mjög umtalsgóðir um andstæðinga sína. Einn stuðningsmanna Barghoutis sagði t.d. að stuðninginn við Abbas mætti rekja djúpt inn í palestínska þjóðarsál. Í augum margra væri Abbas hófsemdarmaður sem væri líklegur til að tryggja frið. Það breytti því hins vegar ekki að Barghouti og félagar teldu hans leið ekki skynsamlega.
Nýlega höfðum við sveitarstjórnarkosningar, sögðu þeir. Þar var tekist á um málefni og ef okkur tekst nú að styrkja kerfi sem byggir á fleiri en einum flokki þá er vel, var okkur tjáð í kosningaskrifstofu Barghouti.
Yfirlýsingar og kosningar
Það er greinilegt að stuðningsmenn Abbasar hafa áhyggjur af auknu gengi Barghoutis. Í dag var hann á kosningafundi á Gaza svæðinu. Þar hafði ísraelski herinn í gær skotið 9 manns til bana. Bændafólk sem var að störfum, óvopnað; fólk sem tilheyrði engum stjórnmálaflokki og aldrei verið orðað við ofbeldi af neinu tagi. Fjórir hinna drepnu voru úr sömu fjölskyldu. Abbas sagði að fólkið hefðu Zíonistaóvinir okkar drepið. Ísraelsstjórn gagnrýndi Abbas harðlega fyrir þetta orðalag. Það þarf ekki djúpan fréttaskýranda til að sjá, var okkur sagt, að þetta er tal sem ber keim af kosningabaráttunni. Einn viðmælandi okkar úr verkalýðshreyfingunni staðfesti síðan þessa fréttaskýringu en bætti við:
Í dag höfum við heimsótt fjölda aðila í Ramallah sem liggur að Jerúsalem, borgina þar sem stjórnsetur Palestínumanna er.